top of page

Markviss stafainnlögn

Í skólabyrjun 1. bekkjar er lögð fyrir skimun í stafaþekkingu og markviss stafainnlögn skipulögð með þeim nemendum sem þess þurfa.

​

Lestur í skóla

Lestur í skóla, upphátt og í hljóði flesta daga. Sjálfstæður lestur, félagalestur, samlestur og leshringir.

 

Lestrarmenning: Lestur sjálfsagður hluti af skólastarfi – fær meira rými

Skólinn byggir upp menningu sem telur lestur mikilvægan og ánægjulegan. Lestur fær rými  í stundatöflu og unnið er markvisst að læsistengdum viðfangsefnum t.d. í þemavinnu eða skipulögðu læsisátaki.

 

Lestrarvænt umhverfi

Nemendur velja sér þægilegan stað til að lesa sér til ánægju. Bækur hafðar aðgengilegar og boðið upp á fjölbreytt úrval bóka.

​

Lestrarfyrirmyndir

Til að skapa góðar lestrarfyrirmyndir bjóðum við íbúum Fjallabyggðar á skipulagðar, opnar lestrarstundir í skólanum, þar sem þeir geta komið og lesið sér til ánægju. Auk þess eru fastar lestrarstundir í skólanum, þar sem allir lesa, nemendur og allt starfsfólk skólans.

bottom of page