Lestraraðferðir
Lestur fræðitexta og námsbóka
Yfirlitslestur
Texti skimaður til að öðlast yfirlit og ná aðalatriðum. Texti lesinn í flýti og ekki öll orð lesin t.d. fyrirsagnir, kaflaheiti, breiðletraður texti.
Nákvæmislestur
Allur textinn lesinn hægt og nákvæmlega og ígrundun á sér stað.
Leitarlestur
Texti er skannaður til að finna ákveðnar upplýsingar. Lesari veit hvers hann leitar og rennir augunum yfir textann í leit að ákveðnum orðum eða upplýsingum.
Lesskilningsaðferðir – lykilaðferðir
-
Vitund um textauppbyggingu fróðleikstexta.
-
Góðir lesarar búa yfir nokkrum aðferðum sem þeir beita á ólíkan hátt eftir því hvers konar texta þeir eru að lesa. Þeir beita mismunandi aðferðum við sögulestur og við lestur fróðleikstexta
-
-
Að tengja við fyrri þekkingu.
-
Að virkja fyrri þekkingu er einn lykill að lesskilningi. Lesari tengir efni textans við sjálfan sig, lesari tengir efnið við texta um sama efni eða lesari tengir efnið við eitthvað sem er að gerast út í heimi eða nærumhverfi hans, án þess að hann hafi orðið fyrir beinni reynslu.
-
-
Að sjá fyrir sér/gera sér mynd í huganum.
-
Lesandi sér fyrir sér hluti og staði sem tengjast textanum og lesandi nýtir sér hugtakakort.
-
-
Að draga fram megin atriði.
-
Lesari nýtir sér myndræn kort til að auðvelda sér að koma auga á mikilvæg atriði í texta og draga saman aðalatriði.
-
-
Að spyrja spurninga.
-
Bakgrunnsþekking er könnuð með því að spyrja spurninga áður en textinn er lesinn. Spurningar sem settar eru fram á meðan á lestri stendur auka einnig skilning.
-
Gagnvirkur lestur
Gagnvirkur lestur felst í því að nemendur skipta hlutverkum á milli sín. Hlutverkin eru: lestur texta, endursögn, spyrja spurninga og gera forspá. Hlutverkin ganga í hring.
Endurtekinn lestur
Endurtekinn lestur og aðrar aðferðir sem fá nemendur til að lesa texta oft hafa jákvæð áhrif á margvíslega færniþætti lestrar – að því gefnu að nemendurnir fái endurgjöf eða leisögn frá félögum, foreldrum og kennurum (Byrjendalæsismappa. Smiðja 2.1 bls. 14). Endurtekinn raddlestur hefur mun lengur jákvæða áhrif á lestur nemenda með lestrarvanda. Þegar endurgjöf og leiðsögn fylgir í kjölfarið á endurteknum lestri þá styrkist lesturinn, s.s. orðalestur, leshraði og skilningur (Byrjendalæsismappa. Smiðja 2.1 bls. 14).